Aðgerðir í Helgafelli skipulagðar

„Skemmdirnar eru mjög alvarlegar vegna þess að þetta er það …
„Skemmdirnar eru mjög alvarlegar vegna þess að þetta er það víðfeðmt, það er mikið um pár,“ segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, um skemmdarverk sem unnin voru á Helgafelli í Hafnarfirði nýlega. Þar hafa skemmdarvargar greypt myndir af getnaðarlimum og skrifað nöfn sín í berg fjallsins. Ljósmynd/María Elíasdóttir

Búið er að leggja drög að aðgerðum til að lagfæra skemmdaverk sem unnin voru í Helgafelli fyrr í sumar. Hópur sjálfboðaliða og starfsmanna Umhverfisstofnunnar, Hafnarfjarðabæjar og Reykjanesfólkvangs mun þá reyna afmá myndir og letur úr móberginu.

Óskar Sævarsson, landvörður Reykjanesfólkvangs, segir skemmdirnar vera á öðrum skala en annað sem hann hefur séð í þann rúma áratug sem hann hefur sinnt starfinu. Hinsvegar hafi hann mikla reynslu af skemmdum af þessu tagi og að best hafi reynst að vinna á þeim með slípirokki til að slétta förin sem mest.

Hópurinn sem mun telja 10-15 manns mun verður á svæðinu 15. og 16. júlí en einnig þarf að lagfæra ummerki um utanvegaakstur í Sogum sem hann segir að sé þó öllu léttara verk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert