Steinharpan stækkar

Með sleglunum slær Páll Guðmundsson á Húsafelli flísar steinhörpunnar, sem …
Með sleglunum slær Páll Guðmundsson á Húsafelli flísar steinhörpunnar, sem hver hefur sinn töfrandi tón. mbl.is/Sigurður Bogi

Sá sem tekur á móti vegfarendum þegar komið er Kaldadal að Húsafelli í Borgarfirði er Johann Sebastian Bach. Svipmótið er auðþekkt í höggmynd Páls Guðmundssonar sem er á stórum steini í vegbrún.

„Ég held mikið upp á Bach og spila hann oft; sellósvítuna og hina frægu prelúdíu í B-dúr. Sem tónskáld er Bach stór á alla mælikvarða og hann gefur mér endalausan kraft,“ sagði Páll á Húsafelli þegar Morgunblaðið tók á honum hús á dögunum.

Við Húsafellskapellu er nú orðinn til áhugaverður listastaður með mörgum fallegum verkum. Sjá má alls konar svipi og andlit sem Páll hefur meitlað og höggvið í steinana í garðinum sem umluktur er hlöðnum vegg. Verið er að reisa byggingar á svæðinu, en þar eru fyrir gamalt fjós sem Páll hefur gert að listasafni og skammt frá því pakkhús, sem áður stóð í Englendingavík í Borgarnesi. Í byggingunni er nú að finna steinhörpu Páls, en af mörgu eftirtektarverðu sem hann hefur skapað sem listamaður ber hörpuna hvað hæst.

„Harpan verður stöðugt stærri. Fyrir hvert nýtt verkefni eða tónleika safna ég nýjum steinum og bæti við hljóðfærið sem nú er orðið um það bil tíu metra langt,“ segir Páll þegar hann sýnir hljóðfærið. Í tímans rás hefur Páll leitað uppi og fundið í nærumhverfi sínu líparítflísar sem tóna má finna úr. Í vinnustofunni eru þær lagðar á tréstokk með dúk á bríkunum og þegar á þær er slegið með sleglunum má heyra hina fegurstu músík. Er hver flís einn tónn í þriggja og hálfrar áttundar hljóðfæri.

Sjá samtal við Pál Guðmundsson í heild á baksíðu Morgunbaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert