Eftirspurn hefur minnkað um 52%

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/​Hari

„Lánaumsóknum hefur fækkað um 52% á milli áranna 2009-10 og 2017-18. Fóru úr 14.614 niður í 7.007.“ Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, í Morgunblaðinu í dag.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020, sem kynnt var fyrir helgi, er gert ráð fyrir lækkun á heildarútgjöldum til háskólastigsins. Í frumvarpinu skiptist málefnasviðið háskólastig í tvo málaflokka: Háskólar og rannsóknarstarfsemi og Stuðningur við námsmenn. Það eru semsagt gjöld vegna stuðnings við námsmenn sem lækka umtalsvert en þau voru fyrir árið 2019 um 8,248 milljarðar en verða árið 2020 um 4,158 milljarðar. Er ástæðan lækkun á framlagi til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN), en LÍN hefur á undanförnum árum fengið framlög umfram raunþörf sjóðsins, segir í fylgiskjali frumvarpsins.

„Sjóðurinn er rosalega vel fjármagnaður,“ segir Lilja en samkvæmt ársreikningi var handbært fé LÍN 13,4 milljarðar í árslok 2018 og eigið fé um 104 milljarðar. Útskýrir Lilja að nú sé því gert ráð fyrir að gengið verði á uppsafnaða sjóði og eigið fé sjóðsins. Ríkissjóður hafi sett talsvert mikið í LÍN á síðustu árum meðan eftirspurn eftir lánunum hefur hríðfallið, eins og að ofan greinir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert