Engin annarleg sjónarmið hjá bænum

Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annmarkar voru á skipulagsferli og við útgáfu byggingarleyfa Reykjanesbæjar vegna kísilvers United Silicon hf. í Helguvík.

Hins vegar er ekkert í samskiptum fyrirtækisins eða forvera þess við bæinn sem gefur tilefni til að ætla að annarleg sjónarmið hafi ráðið ferðinni hjá stjórnendum eða starfsmönnum bæjarins.

Þetta eru meginniðurstöður skýrslu Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögmanns um úttekt á stjórnsýsluháttum Reykjanesbæjar vegna kísilversins. Skýrslan er unnin að beiðni bæjarráðs í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar sem gerði athugasemdir við samskipti stofnana ríkisins við United Silicon og athugasemdir Skipulagsstofnunar við eftirlit bæjarins. Skýrslan hefur verið lögð fram í bæjarráði og var til umræðu í bæjarstjórn í vikunni en verður rædd frekar á næsta fundi.

Byggingar of háar

Varðandi annmarka við skipulagsferlið og útgáfu byggingarleyfa bendir skýrsluhöfundur á að deiliskipulag hafi heimilað byggingu mannvirkja sem voru hærri en umhverfismat gerði ráð fyrir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert