Ferð um Vestfirði í boði fyrir Íslendinga

Í Kaldalóni. Hörður og Halla, dóttir hans, með Drangajökul í …
Í Kaldalóni. Hörður og Halla, dóttir hans, með Drangajökul í baksýn.

Undanfarin 50 ár hefur Hörður Erlingsson skipulagt og verið leiðsögumaður í ferðum þýskumælandi fólks um Ísland en vegna kórónuveirufaraldursins ákvað hann að bjóða upp á sjö daga ferð, „Í faðmi fjalla blárra/Ævintýraferð fyrir Íslendinga“ 22.-28. júní.

„Mér leiðist aðgerðaleysi og þessi ferð er viðbrögð mín við veirunni,“ segir hann. Tónlistarmaðurinn Gunnsteinn Ólafsson, sem hefur verið fararstjóri á Íslandi í um þrjá áratugi, verður leiðsögumaður í ferðinni.

Þegar Hörður var í félags- og hagfræðinámi í München í Þýskalandi fékk hann óvænt boð um að fara með hóp til Íslands. „Leiðsögumaður forfallaðist og hringt var í mig með tveggja daga fyrirvara. Ég sagði bara já, þótt ég hefði varla komið á Norðurland og aldrei séð Mývatn,“ rifjar hann upp.

Fyrstu ferðirnar stóðu yfir í þrjár vikur. Siglt var frá Hamborg um Kaupmannhöfn, Edinborg og Færeyjar á leið til Íslands og síðan flogið til Þýskalands þremur vikum síðar. „Ég sakna þessara ferða því þá höfðu menn meiri tíma og viðhöfnin var meiri en nú,“ segir Hörður meðal annars  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert