Úrræðið tryggi öryggi hælisleitenda betur

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hælisleitendur sem hingað koma dvelja í sóttvarnahúsi á vegum ríkisins á meðan á sóttkví eftir fyrri sýnatöku við landamærin stendur. 

Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar á upplýsingafundi almannavarna í dag. 

Víðir var spurður að því hvort enn vantaði aukahúsnæði fyrir hælisleitendur sem þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku við komuna til landsins. Hann sagði að búið væri að leysa það mál með tilkomu sóttvarnahúsnæðisins. Eftir síðari sýnatöku tækju síðan önnur úrræði á vegum Útlendingastofnunar við. 

Þá sagði Víðir að allt væri gert til þess að þjónusta hælisleitendur eftir fremsta megni og meðal annars væri tekið tillit til þess að margir úr þeim hópi hefðu ekki tök á að greiða fyrir fyrri sýnatöku við komuna til landsins. 

Hann áréttaði að þessari aðferð væri beitt gagnvart hælisleitendum þar sem margir í þeim hópi væru með undirliggjandi sjúkdóma og úrræðið tryggði þannig frekar öryggi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert