„Við teljum okkur vera í fullum rétti“

Guðbjartur á leið í skýrslutöku í morgun.
Guðbjartur á leið í skýrslutöku í morgun. Ljósmynd/Facebook-síða Steðja

„Þeir kölluðu okkur í skýrslutöku og ég myndi segja að hún hafi verið hefðbundin þó ég þekki það kannski ekki mjög vel,“ segir Dagbjartur Ingvar Arilíusarson, eigandi Steðja Brugghúss. Vísar hann þar til myndar sem brugghúsið birti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. 

Lög­regl­an á Vest­ur­landi hefur verið með farandsölu á bjór brugghússins Steðja, frá samnefndum bæ í Flókadal í Borgarfirði, til rannsóknar.  Fyrirtækið seldi bjór í gegnum netverslun og skutlaði honum svo heim til fólks. 

Í kjölfarið var Dagbjartur boðaður í skýrslutöku. Segir hann að hún hafi gengið vel. „Þetta gekk mjög fagmannlega fyrir sig. Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög hefðbundið. Þetta er út af þessari vefsölu. Við teljum okkur vera í fullum rétti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert