Kólnandi veður og snjókoma

Kort/Veðurstofa Íslands

Minnkandi norðanátt og víða dálítil snjókoma um landið norðan- og vestanvert. Kólnandi veður. Fremur hæg breytileg átt á morgun og skýjað með köflum en þurrt norðan til. Sums staðar snjómugga sunnan heiða, einkum suðaustanlands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Gengur í norðaustan 8-15 m/s með dálítilli snjókomu eða éljum austan til á landinu en bjartviðri V-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en hlánar á SA-landi.

Á þriðjudag:
Norðlæg átt 5-13, skýjað og lítilsháttar snjókoma eða él N- og A-lands. Frost 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:
Vestlæg átt, bjart með köflum og frost 2 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa V-til seinni partinn, hvassviðri með slyddu og síðar rigningu þar um kvöldið.

Á fimmtudag:
Sunnanátt og rigning eða slydda en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir sunnanátt með skúrum eða éljum sunnan- og vestan til á landinu. Hiti nálægt frostmarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert