Bálhvasst á Kjalarnesi

Esjan séð frá Kjalarnesi á ögn rólegri degi.
Esjan séð frá Kjalarnesi á ögn rólegri degi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er hviðum 35-40 m/s á Kjalarnesi í allan dag og þar til um kl. 9 í fyrramálið að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. 

Sunnan undir Hafnarfjalli og í Melasveit er líka hvasst og blint á köflum vegna skafrennings.

Veðurstofa Íslands spáir norðan og norðaustan 15-23 m/s á vesturhluta landsins, hvassast norðvestan til, en hægara fyrir austan. Slydda eða snjókoma og rigning austast, en þurrt að kalla sunnan heiða. Vestlægari og heldur úrkomuminni austanlands síðdegis. Hiti yfirleitt kringum frostmark að 5 stigum með suður- og austurströndinni.

Norðan 8-15 m/s á morgun, en 15-25 vestan til, hvassast á Vestfjörðum. Dregur úr vindi annað kvöld. Rigning eða snjókoma á Norður- og Austurlandi og hiti kringum frostmark. Stórhríð á Vestfjörðum og vægt frost. Yfirleitt þurrt fyrir sunnan og hiti að 5 stigum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert