Lokað til hádegis

Það verður kalt á gossvæðinu í dag.
Það verður kalt á gossvæðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðgangur að gosstöðvunum í Geldingadölum er óheimill til hádegis en lokað hefur verið fyrir aðgengi almennings síðan á föstudag vegna veðurs. Opnað verður fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvunum klukkan tólf á hádegi.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær kom fram að vindátt fram að hádegi væri ekki hagstæð með tilliti til gasmengunar.

Þeir sem hyggjast leggja leið sína að gosstöðvunum eftir að þar opnar í dag ættu að huga vel að klæðnaði því spáð er þriggja til sjö stiga frosti og vindkælingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert