Fékk 120 þúsund kr. sekt

mbl.is/​Hari

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði 14 ökumenn fyrir að aka of hratt í liðinni viku.  Flestir þeirra erlendir ferðamenn og sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Að sögn lögreglu fékk ökumaðurinn 120 þúsund kr. sekt sem var greidd á vettvangi, líkt og flestir þeir sem stöðvaðir voru kusu að gera. Enda veittur 25% afsláttur ef greitt er innan 30 daga frá álagningu sektarinnar.

Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna í vikunni og skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið sem reyndist ótryggð í umferð.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Einn þeirra á bíl með stolnum númeraplötum og með barn sitt í bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert