Gosið ekki haft áhrif á flugumferð

Frá gosinu í dag. Að sögn Grettis á Isavia í …
Frá gosinu í dag. Að sögn Grettis á Isavia í góðu samstarfi við Veðurstofuna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ekki hefur orðið nein röskun á flugumferð vegna eldgossins við Fagradalsfjall sem hófst fyrr í dag og að öllu óbreyttu mun það haldast svoleiðis. Þetta staðfestir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia. 

Að sögn Grettis á Isavia í góðu samstarfi við Veðurstofuna en hann segir það þó vera á ábyrgð flugrekenda að taka ákvarðanir um flugferðir.

Litakóða fyrir flugumferð yfir Krýsuvík var breytt í rauðan þegar staðfesting á að gosið væri hafið barst.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni þá hefur litakóðinn ekki þau áhrif að bannað sé að fljúga yfir svæðið heldur merkir hann að mögu­leiki sé á því að aska ber­ist upp í and­rúms­loftið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert