Icelandair barst grunsamlegur tölvupóstur

Sjaldgæft er að slíkir póstar berist flugfélaginu, en í þeim …
Sjaldgæft er að slíkir póstar berist flugfélaginu, en í þeim fáu tilfellum er þeim umsvifalaust beint til lögreglu. mbl.is/Árni Sæberg

Flugfélaginu Icelandair barst í dag tölvupóstur sem það sá ástæðu til að tilkynna lögreglu. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is.

Hann segir aðspurður að tölvupósturinn hafi þótt grunsamlegur og vinnulagsreglur flugfélagsins kveði skýrt á um að allir tölvupóstar sem þyki það, séu tilkynntir lögreglu. Slík hafi verið raunin í þessu tilfelli.

Lögreglan hafi tekið málið til skoðunar en sé nú lokið og einnig hjá Icelandair. Hvað varðar efni póstsins kveðst Guðni ekki sjá ástæðu til að upplýsa um það, eða hvort og þá að hverjum pósturinn beindist.

Sjaldgæft er að slíkir póstar berist flugfélaginu, en í þeim fáu tilfellum er þeim umsvifalaust beint til lögreglu, að hans sögn.

Greint var fyrst frá málinu á vef ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert