Dró sér 3,3 milljónir af reikningi húsfélags

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku konu í skilorðsbundið fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið sér samtals 3,3 milljónir af reikningum húsfélags þar sem hún var gjaldkeri.

Samtals tók konan fé út af reikningum félagsins í 165 skipti frá árinu 2012 til 2019 og millifærði á eigin reikninga eða inn á kreditkort í sinni eigu.

Oftast var um lágar upphæðir að ræða, en hæst millifærði hún í tvígang 50 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins.

Konan játaði sök í málinu  og fram kemur í dóminum að hún hafi þegar greitt 1,3 milljónir til baka til húsfélagsins og er horft til þess við ákvörðun dómsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert