Minntust fórnarlamba umferðarslysa

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Guðni …
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Óttar

Hópur fólks kom saman við þyrlupall Landspítalans í Fossvogi í dag, í tilefni alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fluttu erindi. Þeir þökkuðu meðal annars viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

Að því loknu hélt Jónína Snorradóttir ræðu, þar sem hún sagði frá banaslysi sem hún varð völd að í Vestmannaeyjum fyrir 30 árum síðan. 

Viðbragðsaðilum var þakkað.
Viðbragðsaðilum var þakkað. mbl.is/Óttar

Er dagurinn helgaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum. Þar að auki var ætlunin að leiða hugann að þeim ökumönnum sem verða sjálfir valdir að banaslysum eða öðrum alvarlegum slysum. 

Er dagurinn helgaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum.
Er dagurinn helgaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum. mbl.is/Óttar

Margir þessara ökumanna eru sjálfir bein fórnarlömb þessara slysa með þeim hætti að þeir létust eða slösuðust sjálfir. En þótt einhverjir þeirra hafi sloppið frá líkamstjóni eða dauða þá eru þeir einnig fórnarlömb. Það að verða þess valdur vegna misgánings, skorts á athygli eða einhvers annars að einhver slasast eða lætur lífið kallar yfir viðkomandi ævarandi sorg, sjálfsásökun og vanlíðan sem markar framtíð þeirra. Þessu fólki má ekki gleyma,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. 

Boðið var upp á kaffi og kakó að loknum ræðum. 

Jónína Snorradóttir.
Jónína Snorradóttir. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert