Grjót borist upp á Ægisgötu

Grjót er farið að berast upp á Ægisgötu.
Grjót er farið að berast upp á Ægisgötu. Ljósmynd/Lögreglan

Umferð um Ægisgötu í Reykjanesbæ hefur verið lokað þar sem grjót hefur borist upp á veginn vegna ágangs sjávar. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurnesjum. 

Vegna mikils ágangs sjávar (hárri sjávarstöðu og áhlaðanda) höfum við af öryggisástæðum ákveðið að loka fyrir umferð um Ægisgötu strax. Grjót er farið að berast upp á Ægisgötu og háflóði ekki náð enn,“ segir í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert