Afþakka kúafóðurblöndu með erfðabreyttu hráefni

Hjónin á Stakkhamri.
Hjónin á Stakkhamri. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fáeinir bændur hér á landi láta sérblanda fyrir sig kúafóðurblöndur þar sem eingöngu óerfðabreytt hráefni er notað.

Snýst það sérstaklega um að afþakka sojamjöl af erfðabreyttum plöntum. Blöndurnar eru 3-4% dýrari, samkvæmt upplýsingum Fóðurblöndunnar.

Hjónin á Stakkhamri á Snæfellsnesi eru í þessum hópi en þau voru með mestu meðalafurðir allra kúabúa landsins á síðasta ári. Laufey Bjarnadóttir segir að þau óttist ekki erfðabreyttu plönturnar í sjálfu sér.

Hins vegar séu erfðabreyttar plöntur ræktaðar til að þola eiturefnameðferð sem er ætluð til að eyða illgresi og annarri óværu í akuryrkjunni. Þau vilji ekki fóðra skepnur með fóðri sem hefur verið meðhöndlað með glyfosfati (Round up). 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert