Andlát: Alma Eir Svavarsdóttir

Alma Eir Svavarsdóttir heimilislæknir lést 15. mars, 60 ára að aldri. Alma fæddist á Egilsstöðum 11. ágúst 1963 og ólst þar upp.

Foreldrar hennar voru Svavar Stefánsson mjólkurbússtjóri og Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir skrifstofu- og verslunarmaður.

Alma var yngst fjögurra systra, en hinar eru Ingunn Stefanía, f. 1951, Birna Kristín, f. 1953, og Erla Kolbrún, f. 1961.

Alma gekk í Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1991 og fór svo í framhaldsnám í heimilslækningum í Dartmouth-háskóla í New Hampshire í Bandaríkjunum.

Að því loknu lauk hún sérnámi í kennslufræðum og stjórnun við Kentucky-háskólann í Lexington.

Alma hóf störf sem heimilislæknir á heilsugæslunni í Efstaleiti árið 2000 og starfaði þar alla sína tíð, síðustu árin sem yfirlæknir og svæðisstjóri. Jafnframt starfi sínu þar hóf hún strax við komuna frá Bandaríkjunum störf við uppbyggingu og endurskipulagningu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi og var kennslustjóri þess 2005-2016.

Alma gegndi fjölda nefndar- og trúnaðarstarfa. Hún var m.a. formaður marklýsingarnefndar um sérnám í heimilislækningum og formaður sérnámsþróunarnefndar Evrópusamtaka heimilislækna (EURACT) um sex ára skeið frá 2007-2012.

Alma var kjörin heiðursfélagi í Félagi íslenskra heimilislækna í október 2023.

Eftirlifandi eiginmaður Ölmu er Guðjón Birgisson, f. 1963. Synir þeirra eru Magnús Már, f. 1990, sambýliskona hans er Svanhildur Heiða Snorradóttir, og Svavar, f. 1993, sambýliskona hans er Ingunn Sigurðardóttir. Barnabörn Ölmu og Guðjóns eru Breki Leó Magnússon, f. 2023, og Guðjón Svavarsson, f. 2023.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert