Passíusálmarnir lesnir í 16. sinn

Seltjarnarneskirkja mun standa öllum opin og er áheyrendum frjálst að …
Seltjarnarneskirkja mun standa öllum opin og er áheyrendum frjálst að dvelja þar eins lengi og aðstæður hvers og eins leyfa. mbl.is

Allir fimmtíu Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir upp í Seltjarnarneskirkju á morgun, föstudaginn langa, frá klukkan 13 til 18. Er þetta í 16. skiptið í röð sem sálmarnir eru lesnir í kirkjunni.

Kirkjan mun standa öllum opin og er áheyrendum frjálst að dvelja þar eins lengi og aðstæður hvers og eins leyfa.

Lesarar verða á þriðja tug karla og kvenna úr söfnuðinum.

Í lestrarhléum mun Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leika Chaconne úr partítu í d-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach. Tónverkið í heild er 15-17 mínútur sem Guðný mun skipta upp í hæfilega kafla.

Kaffi verður á boðstólum í safnaðarheimili kirkjunnar.

Meira í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert