Týndi skíðunum í umferðinni

Skíðin fundust óskemmd.
Skíðin fundust óskemmd. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir frá borgara sem leitaði miður sín til lögreglu í gær. Hafði hann týnt skíðunum sínum í umferðinni.

Hófst þá leit lögreglu og var byrjað þar sem viðkomandi taldi að skíðin hefðu dottið af bifreið sinni.

Leitin gekk vel að sögn lögreglu en skíðin fundust óskemmd við eina fjölförnustu umferðargötu landsins.

Eigandinn farinn norður

Skíðunum var þá komið í réttar hendur en eigandinn er farinn norður á skíði.

„Þar er hinn sami væntanlega sæll og glaður að skíða í brekkunum sér til ánægju og yndis,“ segir í færslu lögreglu.

Lögreglan minnir ökumenn á að ganga tryggilega frá þeim búnaði sem ferðast er með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert