Kornflextertan sem Albert elskar

mbl.is/Albert Eiríksson

Kornflextertur eru tertur sem slá alltaf í gegn og þykja mikill herramannsmatur. Hann Albert Eiríksson er einn mesti sérfræðingur þessa lands í veitingum kvenfélaga en þessi uppskrift var á boðstólum í kaffiveislu kvenfélaga í Eyjafjarðasveit.

Albert fullyrðir að þetta sé ein sú besta sem hann hefur smakkað og þá er hún góð!

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Kornflexterta

  • 4-5 eggjahvítur
  • 2 b flórsykur
  • 1 b kókosmjöl
  • 4 b kornflex

Stífþeytið eggjahvítur og flórsykur. Bætið við kókosmjöli og kornflexi.
Bakið í tveimur kringlóttum formum – á 130°C í um 3 klst.

Á milli

  • 1/2 l rjómi
  • 1/2 dós perur

Stífþeytið rjómann, saxið perurnar og bætið þeim saman við.

Krem ofan á kökuna

  • 4-5 eggjarauður
  • 60 g flórsykur
  • 100 g suðusúkkulaði – brætt í vatnsbaði
  • 50 g lint smjörlíki eða smjör
  • Hrærið saman smjörlíki og flórsykri. Bætið eggjarauðum saman við og þeytið áfram. Að síðustu fer súkkulaðið saman við.

Setjið annan botninn á tertudisk. Dreifið úr perurjómanum yfir og setjið hinn botninn ofan á. Dreifið úr súkkulaðikreminu yfir og skreytið með jarðarberjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert