Hvernig er best að ná gæludýrahárum af sófanum?

Ljósmynd/Colourbox

Ferfætlingar eru yndislegir en eiga það til að fara vel og rækilega úr hárum. Þegar téð hár festast í sófasettinu og öðrum húsgögnum með efni á er oft erfitt að ná þeim burt en það eru nokkur gagnleg ráð til:

Ryksuga. Nauðsynlegasta heimilistækið gerir sitt gagn eins og við öll vitum og ekki vera óhrædd við að nota það. Gætið þess þó að efnið þoli stútinn og reynið að nota aukahlutina framan á stútinn sem oft fylgja með vélum.

Límrúlla. Öll heimili eiga að fjárfesta í límrúllu. Þær eru sérlega gagnlegar til að ná hárunum burt.

Gúmmíhanskar. Þið lásuð rétt. Gúmmíhanskar eru gulls ígildi. Gott er að bleyta þá aðeins fyrst og strjúka svo yfir háruga svæðið. Hárin festast við hanskann og þá er lítið annað að gera en að skola hanskann í vaskinum með volgu vatni og hann verður eins og nýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert