Leynihráefnið sem þú þarft að eiga í frysti

Ljósmynd/Apartment Therapy

Þegar við þurfum mest á því að halda, þá er ekkert til í frystinum! Við erum að tala um kælipoka þegar neyðin er stærst.

Klemmdir fingur eða brunasár eftir heita pönnu við eldamennsku eru aðstæður sem allir lenda í einhvern tímann á ævinni. Þá er gott að geta gripið í kælipoka til að skella á sárið, en margir notast við frosnar matvörur sem finnast í frystinum.

Það eru til sérstakir kælipokar sem þú getur keypt úti í búð, en þú getur einnig auðveldlega gert slíkan með brúnsápu sem eflaust er nú þegar til í skápunum heima.

Svona býrðu til kælipoka

  • Settu brúnsápu í plastpoka sem hægt er að loka (renna fyrir).
  • Jafnaðu sápuna út í pokanum og settu í frysti.
  • Eftir sirka tvo tíma er pokinn tilbúinn til notkunar.
  • Pokinn lagar sig að þeim líkamshluta sem þú leggur hann við og þegar þú hefur ekki not fyrir pokann lengur seturðu hann aftur inn í frysti. Þú mátt frysta hann aftur og aftur.
Það er mikilvægt að eiga kælipoka í frysti en margir …
Það er mikilvægt að eiga kælipoka í frysti en margir notast við frosnar matvörur þegar þörf er á. mbl.is/Colourbox
Þessi kona þyrfti að fá kælipoka á fingurinn.
Þessi kona þyrfti að fá kælipoka á fingurinn. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert