María fékk sér hvítt Bitz

Ljósmynd/María Gomez

Okkur leikur endalaus forvitni að vita hvað fagurkerar og áhrifavaldar þessa lands velja sér. Það var til að mynda einstaklega áhugavert að sjá nýja eldhúsið hennar Maríu Gomez á Paz.is sem við fullyrðum að sé með þeim betur heppnuðu sem sést hafa.

Nú deildir María því hvaða stell var fyrir valinu en slíkt skiptir máli því María hefur einstakt auga og tekur forkunnarfagrar ljósmyndir eins og fylgjendur hennar þekkja.

Bitz-stellið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og má sjá það bæði á veitingastöðum sem og á einkaheimilum. Stellið er til í mörgum litum og hægt er að blanda saman og breyta eins og viðkomandi vill.

„Ég valdi mér týpuna sem er með brúnni rönd en mér finnst eitthvað svo ótrúlega retro við það og minnir það mig á gamalt stell sem mamma átti í gamla daga. Það sem mér finnst svo frábært við þetta stell er að það þolir að fara í uppþvottavél, örbylgjuofn og inn í ofn á allt að 220 C°hita. Svo er það bara svo guðdómlega fallegt og að mínu mati hentar það jafnt hversdags sem spari. Leirinn er framleiddur úr sérstöku hráefni sem gerir hvern hlut einstakan,“ segir María Gomez um þetta fallega stell sem fæst ansi víða hér á landi.  

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert