Heimagerðar ostafylltar brauðstangir sem þú átt eftir að elska

Ljósmynd/Linda Ben

Þessar brauðstangir eru einstaklega djúsí, fullar af osti og löðrandi í kryddolíu. Meira þurfum við ekki á degi sem þessum en höfundur þeirra er engin önnur en Linda Ben.

„Það er mjög einfalt að búa þær til. Maður einfaldlega fletur deigið út, setur fullt af osti í miðjuna, lokar deiginu og bakar inni í ofni í 20 mín. Á meðan deigið er í ofninum er kryddolían útbúin með því að blanda saman ólífuolíu, hvítlauk, pítsukryddi og örlítið af þurrkuðum chilí sem er svo smurt yfir deigið þegar það kemur út úr ofninum. Svo er bara að skera það í sneiðar og dýfa í pítsusósu," segir Linda Ben.

Ostafylltar brauðstangir

  • Pítsudeig
  • 200 g rifinn mozarellaostur fra Örnu mjólkurvörum
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 msk. pítsukryddblanda
  • ¼ tsk. þurrkað chilí
  • salt
  • pítsusósa
  • ferskur parmesan (má sleppa)

Aðferð

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Brauðstangir” highlights.

  1. Kveikið á ofninum og stillið í 230ºC, undir og yfir.
  2. Fletjið pítsudeigið út í ílangan ferhyrning, setjið ostinn í langmiðjuna og lokið með því að brjóta deigið yfir ostinn og klípið það saman í miðjunni.
  3. Setjið deigið á smjörpappír og snúið því þannig að samskeytin snúi niður.
  4. Bakið inni í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til osturinn inn í er bráðnaður og deigið orðið gullið.
  5. Á meðan brauðstangirnar eru inn í ofninum er kryddolían útbúin.
  6. Setjið ólífuolíu í skál, rífið hvítlauksgeira út í, setjið pítsukryddið út í og þurrkað chilí. Blandið saman.
  7. Penslið olíunni yfir brauðstangirnar um leið og þær koma út úr ofninum og saltið eftir smekk.
  8. Berið fram með pítsusósu, gott að setja örlítið af pítsukryddblöndunni og ferskum parmesan ofan í pítsusósuna.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert