Rýming í Grindavíkurbæ og í Bláa lóninu er enn í fullum gangi. Meira
Eldgosið sem braust út nú á tólfta tímanum kom upp suðaustan við Sýlingarfell og virðist gossprungan teygja sig í norðausturátt, eða í átt að Stóra-Skógfelli. Meira
Verið er að undirbúa rýmingu í Grindavíkurbæ vegna eldgossins sem hófst nú fyrir skemmstu. Gist var í um 50 húsum síðustu nótt. Meira
Samgönguverkfræðingurinn Þórarinn Hjaltason segir að tafir á höfuðborgarsvæðinu í umferðinni séu ekki minni en í sambærilegum borgum ef litið er á árlegt tímatap á álagstíma og svokallaðan tafastuðul. Meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Grafarholti. Skömmu síðar var tilkynnt um annað innbrot í geymslur í öðru fjölbýlishúsi og fannst meintur innbrotsþjófur skammt frá með þýfið í fórum sér. Meira
Tekist var á um ásetning Steinu Árnadóttir hjúkrunarfræðings til að verða sjúklingi á geðdeild að bana þann 16. ágúst árið 2021 í málflutningi verjanda og sækjanda í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Meira
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum frambjóðendum Miðflokksins var gert að yfirgefa Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) eftir að hafa krotað á varning annarra flokka, að sögn skólastjóra skólans. Sigmundur segir aftur á móti að enginn starfsmaður skólans hafi vísað honum á dyr og telur að um pólitískan ásetning sé að ræða. Meira
Bókmenntahátíðin Iceland Noir hófst með formlegum hætti í dag og stendur fram á laugardag. Stór hópur alþjóðlegra gesta hefur boðað komu sína og má þar meðal annars nefna leikstjórann Robert Zemeckis sem leikstýrði Back to the Future kvikmyndunum. Meira
Hönnunarsamkeppni stendur nú yfir um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa og sturtuaðstöðu. Meira
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir Reykjavíkurborg hafa gert mistök við deiluskipulag og sé þar með ábyrg fyrir skerðingu á rekstri tveggja fyrirtækja á fimm árum. Meira
Á 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar seldust 40.000 Bleikar slaufur og einnig 500 Sparislaufur. Sparislaufan var hönnuð af listamanninum Sigríði Soffíu Níelsdóttur og afhenti hún Krabbameinsfélaginu ágóðann af sölunni, eða um 8 milljónir króna. Meira
Þau tíu ár sem Guðmundur Fylkisson hefur leitað að börnum og ungmennum hefur fjöldi leitarbeiðna sveiflast mikið milli ára. Fæstar hafa þær verið um 150 talsins en flestar 285 á einu ári. Í ár virðist uppsveifla og eru beiðnirnar orðnar 242. Meira
Kjaraviðræður Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga eru enn á algjöru frumstigi. Meira
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgaryfirvöld virði niðurstöðu Hæstaréttar. Hann skorar á næstu ríkisstjórn að samþykkja frumvarp um breytingar á lögum um jöfnunarsjóð. Meira
„Það er verið að byggja rangar íbúðir. Við erum ekki að byggja fyrir íbúðamarkaðinn, við erum að byggja fyrir fjárfestingamarkaðinn,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Meira
Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um klukkan fjögur í dag en samninganefndir höfðu þá setið við frá því klukkan níu í morgun. Boðað hefur verið til nýs fundar í fyrramálið. Meira
Kynning á nýju öryggisfangelsi í landi Stóra-Hrauns verður haldin klukkan 19.30 og beint streymi er af fundinum hér að neðan. Meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kærði í dag ökumann fyrir að virða ekki rétt gangandi vegfarenda á gangbraut við skóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Meira
Vinnuslys varð í Hafnarfirði í dag og var einn fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar. Meira
Mikið álag er á deildum Landspítalans og bitnar það helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Spítalinn biðlar til fólks sem er ekki í bráðri hættu að leita fyrst í síma 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru. Í neyðartilfellum skal alltaf hringja í neyðarlínuna. Meira
Kosningahátíð Sjálfstæðisflokksins fer fram í dag kl. 17:30 í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, opnar fundinn. Meira
Maður, sem grunaður er um lífsháskalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði 16. október, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæslu í fangelsi í stað sjúkrahúss. Lögregla handtók manninn tvívegis. Meira
Íslenska ríkið hafði betur gegn líftæknifyrirtækinu Ísteka ehf. í Hæstarétt í dag. Málið var fyrst tekið fyrir í héraðsdóm í maí á þessu ári og hefur Hæstiréttur staðfest bæði dóm héraðsdóms og Landsréttar í málinu. Meira
Umfangsmiklar framkvæmdir eru hafnar í austurenda Smáralindar. Fasteignafélagið Heimar áætlar að 13 veitingastaðir komi til með að opna í Smáralindinni að framkvæmdum loknum. Meira
dhandler