Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir hagsmuni kjósenda mismunandi í kjördæminu enda sé það víðfeðmt. Helstu mál séu þó meðal annars húsnæðismál, samgöngumál, atvinnumál og velferðarmál. Meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, segir að samgöngur og innviðir á Vestfjörðum séu 30-40 árum eftir á. Meira
„Norðvesturkjördæmi er gríðarlega mikið landbúnaðarsamfélag þannig að það er eitt af því sem menn hafa miklar áhyggjur af núna, staða landbúnaðarins,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, um eitt þeirra mála sem brenna á kjósendum. Meira
Þingmaðurinn Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, segir skort á góðum vegum, raforku og heilbrigðisþjónustu í Norðvesturkjördæmi. Þetta brennur að hans mati helst á fólki ásamt því að gera strandveiðar „frjálsar“. Meira
Eldur Smári Kristinsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, fór á dögunum í fyrsta skipti til Vestfjarða. Var hann að sækja fund Innviðafélags Vestfjarða. Meira
Eftir samþykkt fjárlaga er hægt að hefja framkvæmdir á Ölfusárbrú, fyrirhugað kílómetragjald er sett á ís, séreignarsparnaðarúrræðið er framlengt en ekki afnumið eins og upphaflega stóð til, kolefnisgjald er hækkað og innviðagjald er sett á skemmtiferðaskip. Meira
Breska flugfélagið easyJet hefur tilkynnt að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl og október á næsta ári. Meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, telur líklegt að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, um að afgreiðsla búvörulaga á Alþingi í vor hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá, verði áfrýjað. Meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu vegna Alþingisgarðsins við Kirkjustræti. Friðlýsingin tekur til garðsins í þeirri mynd sem hann hefur varðveist. Meira
Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, segir efnahagsmál, nánar tiltekið vexti og verðbólgu, brenna mest á kjósendum. Samt eru sértæk mál í Norðvesturkjördæmi sem skipta fólk máli eins og til dæmis bágborin staða samgöngumála. Meira
Nýtt gjald mun leggjast á nikótínvörur um áramótin. Er þetta m.a. gert til að sporna við aukinni notkun meðal barna og ungmenna. Meira
Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sér ekkert því til fyrirstöðu að veita heilbrigðisstarfsmönnum á landsbyggðinni skattaafslátt til þess að leysa mönnunarvanda. Meira
Einn og hálfur milljarður króna verður settur í þjóðarleikvanga á næsta ári. Meira
Álfhildur Leifsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, telur Norðvesturkjördæmi hafa orðið eftir og segir að hverfa þurfi frá svokallaðri höfuðborgarstefnu. Meira
Jón Pétur Zimsen hvetur þá kennara sem eru ósáttir við aðferðir Kennarasambands Íslands til að láta í sér heyra og láta ekki þagga niður í sér. Hann segir tugi einstaklinga úr skólasamfélaginu hafa haft samband við sig, sem þori ekki að gera athugasemdir við verkfallsaðgerðir KÍ vegna ótta við útskúfun úr samfélagi kennara. Meira
Matvælaráðuneytið er með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um að afgreiðsla búvörulaga í vor hafi stangast á við stjórnarskrá, til skoðunar. Um er að ræða tímamótardóm. Meira
Töluvert erfiðari mál voru til umræðu á samningafundi lækna og ríkisins í dag en um helgina og er því hljóðið aðeins þyngra í formanni Læknafélags Íslands. Góður gangur hefur verið í viðræðunum síðustu daga, og er enn, þrátt fyrir að samtölin séu erfiðari. Meira
Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir nýjan kjarasamning vegna félaga Hlífar sem starfa í leikskólum bæjarins. Vinnustöðvun í leikskólum, sem hefjast á fimmtudaginn, hefur því verið aflýst. Meira
Mannréttindastofnun Íslands mun ekki taka til starfa í byrjun næsta árs eins og ráðgert var í lögum um stofnunina. Meira
Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir stöðu innviðanna brenna mest á kjósendum í Norðvesturkjördæmi. Innviðaskuldin á Vestfjörðum er mikilvæg og hún segir Miðflokkinn styðja hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða um samgöngubætur. Meira
Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar, er ósammála niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að afgreiðsla búvörulaga á Alþingi í vor, þar sem kjötafurðastöðvum var meðal annars veitt undanþága frá samkeppnislögum, hafi stangast á við stjórnarskrá. Meira
Ákveðið hefur verið á að prófa nýja aðferðafræði í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga og kennarar hafa fallist á að setja til hliðar í bili kröfur sínar um að finna viðmiðunarhópa á almennum markaði til að jafna laun þeirra við. Meira
María Rut Kristinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, hefur verið aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur en leiðir nú lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og stefnir inn á þing. Meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið umboð grasrótar til þess að taka átt í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd flokksins eftir komandi kosningar. Meira
dhandler