„Börðumst vel fyrir þessu stigi“

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, var sáttur með stigið gegn …
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, var sáttur með stigið gegn ríkjandi Íslandsmeisturum í kvöld. mbl.is/Eggert

„Þetta var erfitt en við unnum vel fyrir þessu stigi og þetta gekk bara nokkuð vel hjá okkur,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, sem gerði 0:0 jafntefli við Íslandsmeistara Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Selfyssingar urðu þar með fyrsta liðið til þess að ná stigi af meisturunum í deildinni í sumar.

„Þær áttu fleiri færi og héldu boltanum betur innan liðsins, það var dálítið panikk á okkur þegar við vorum með boltann. En við héldum góðu skipulagi allan tímann. Ég er klárlega ánægður með þetta stig. Þetta er eitt af betri liðunum á landinu, frábært lið og vel skipulagt hjá Donna og félögum. En við getum líka staðið í hvaða liði sem er þegar við spilum okkar leik,“ bætti Alfreð við.

„Við gerðum hlutina vel í dag og börðumst vel fyrir þessu stigi. Þannig er þetta hérna á þessum velli, það er enginn að koma á okkar heimavöll til þess að taka eitthvað af okkur,“ sagði Alfreð að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert