Held að þeir verði með vanmat

Orri Sigurður Ómarsson í leik með Val í fyrra.
Orri Sigurður Ómarsson í leik með Val í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson



Orri Sigurður Ómarsson, fyrrverandi leikmaður Íslandsmeistara Vals en nú leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Sarpsborg, segist hafa góða tilfinningu fyrir leik sinna gömlu félaga í Val gegn norska meistaraliðinu Rosenborg en liðin eigast við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Origo vellinum að Hlíðarenda klukkan 20 í kvöld.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Rosenborg er búið að vera upp og niður í sumar og það er algjört happ og glapp hvernig þeir koma til leiks. Ég held persónulega að þeir mæti hingað með vanmat og ég held að Bendnter og þessir karlar nenni ekkert að mæta hingað í roki og rigningu og ætla bara að taka þetta með annarri og hugsa svo um að klára þetta heima. Ég er bjartsýnn,“ segir Orri Sigurður í myndskeiði sem Valsmenn tóku en í öðru myndskeiðinu er rætt við þá Einar Karl Ingvarsson og Ólaf Karl Finsen.







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert