Starfið snýst um gæðastjórnun

Þorlákur Árnason er á leið til Hong Kong.
Þorlákur Árnason er á leið til Hong Kong. mbl.is/Kristinn

Þorlákur Árnason, knattspyrnuþjálfari og yfirmaður hæfileikamótunar KSÍ undanfarna tólf mánuði, er á leið á nýjar slóðir um áramótin þegar hann tekur við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við sambandið.

Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Þorlák á mbl.is í gær mun hann vinna að skipulagningu og uppbyggingu knattspyrnunnar í landinu, vinna náið með þjálfurum karlalandsliðsins og yngri landsliðanna, samræma starf sambandsins og félaganna varðandi þjálfun og vinna að umbótum í þjálfaramenntun í landinu, sem hann segir að sé verulega ábótavant.

Hann segir að aðstæður í landinu séu hinsvegar góðar að mörgu leyti og meðal annars sé knattspyrnusambandið búið að taka í notkun sérstaka æfingamiðstöð fyrir sín landslið sem geri því kleift að kalla þau saman oftar til æfinga en áður hafi tíðkast.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert