Skynsamlegt skref Arons?

Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson AFP

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, mun upplifa gríðarleg viðbrigði þegar hann gengur til liðs við Al-Arabi í Katar á komandi sumri, og leikur þar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Félagið tilkynnti formlega um komu hans þangað í gær og að Aron myndi semja til tveggja ára.

Aron hefur vanist miklu leikjaálagi frá unga aldri en hann er nú langt kominn með að ljúka sínu ellefta keppnistímabili á Englandi. Hann lék fyrst í þrjú ár með Coventry í B-deildinni og er núna á sínu áttunda tímabili með Cardiff, þar af hafa sex þeirra verið í B-deildinni og tvö í úrvalsdeildinni.

Í ensku B-deildinni er spilað meira en nokkurs staðar annars staðar, eða 46 umferðir á vetri. Aron hefur sjö sinnum á þessum ellefu árum leikið fjörutíu leiki eða meira. Í úrvalsdeildinni eru „aðeins“ 38 umferðir og Aron spilaði 23 leiki þegar hann var þar fyrst með Cardiff en hann gæti náð 28 leikjum með því að spila alla leikina sem eftir eru á þessu tímabili.

Eins og íslenska deildin

Í „stjörnudeildinni“ í Katar eru hinsvegar aðeins tólf lið sem spila tvöfalda umferð, 22 leiki, nákvæmlega eins og á Íslandi. Til viðbótar spila liðin 7-10 leiki í þremur bikarkeppnum.

Líklega er þetta hárrétta leiðin fyrir Aron til að minnka álagið og freista þess að lengja sinn feril en hann verður þrítugur í næsta mánuði. Hann getur þá horft fram á tímabil þar sem að hámarki eru spilaðir 30 leikir í stað þess að leikirnir séu um og yfir 50 eins og á Englandi. Aron hefur oft glímt við meiðsli á undanförnum árum og hefur einmitt farið til Katar í endurhæfingu, eins og hann gerði fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi síðasta sumar.

Nánar er fjallað um Aron og Katar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert