Ráðfærði sig við Lars Lagerbäck

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad .
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad . Ljósmynd/@_OBOSDamallsv

Elísabet Gunnarsdóttir var útnefnd þjálfari ársins í Svíþjóð um síðustu helgi en hún stýrir liði Kristianstad í efstu deild kvenna þar í landi.

Elísabet eða Beta eins og hún er jafnan kölluð tók við liði Kristianstad árið 2009 og var því að ljúka sína tólfta tímabili sem þjálfari liðsins.

Liðið hafnaði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar sem er besti árangur liðsins frá því að það var stofnað árið 1998. Þá leikur liðið í Meistaradeild Evrópu í fysta sinn í sögu félagsins á næstu.

Beta, sem er 44 ára gömul, ræddi þjálfarastarfið við Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands, fyrir nokkrum árum síðan en Lars var þjálfari íslenska karlalandsliðsins þegar það tryggði sér sæti á sínu fyrstu stórmóti á EM í Frakklandi 2016.

„Sænski fótboltinn er ótrúlega ólíkur þeim íslenska,“ sagði Elísabet í samtali við mbl.is.

„Ég átti gott spjall við Lars Lagerbäck fyrir nokkrum árum síðan og þá tjáði hann mér að það væri fullkomið að blanda saman íslenskum og sænskum fótbolta.

Í Svíþjóð snýst þetta mikið um taktíska heilann á meðan þetta snýst mikið um íslensku geðveikina hjá Íslendingum.

Ég var klárlega með íslensku geðveikina þegar ég flutti fyrst til Svíþjóðar en mig vantaði þennan taktíska heila.

Ég tel mig hins vegar hafa náð að þroska hann og þróa og ég er góð blanda af þessum tveimur fótboltakúltúrum í dag,“ bætti Elísabet við.

Lars Lagerbäck stýrði íslenska karlalandsliðinu frá 2011 til ársins 2016.
Lars Lagerbäck stýrði íslenska karlalandsliðinu frá 2011 til ársins 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert