Stóðu við loforðið og hjóluðu á milli

Þjálfararnir tveir á hjólunum.
Þjálfararnir tveir á hjólunum. Ljósmynd/Kristján Kristjánsson

Þjálfarar karlaliðs Dalvíkur/Reynis í fótbolta, þeir Jóhann Hilmir Hreiðarsson og Pétur Heiðar Kristjánsson, stóðu við stóru orðin og hjóluðu á milli Dalvíkur og Akureyrar.

Uppákoman átti sér stað í morgun en fyrr á tímabilinu sögðust þjálfararnir ætla að hjóla á milli bæjanna ef þeir kæmust á toppinn í 3. deild karla í fótbolta. En liðið er þar efst með 46 stig og aðeins ein umferð eftir. 

Dalvíkingar munu því spila í 2. deild á komandi tímabili og geta tryggt sér efsta sætið í 3. deildinni með sigri á Augnabliki í dag en leikurinn hefst klukkan tvö á Dalvíkurvelli. 

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af hjólatúrnum:

Ljósmynd/Kristján Kristjánsson
Ljósmynd/Kristján Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert