Nýja landsliðstreyjan frumsýnd

Nýja treyjan.
Nýja treyjan. Ljósmynd/KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands og vörumerkið PUMA frumsýndu í dag nýja landsliðstreyju Íslands. 

Á heimasíðu KSÍ kemur fram að treyjurnar séu hannaðar með framsækni og sjálfbærni í huga. 

Sædís Rún Heiðarsdóttir klæðist heimatreyju Íslands.
Sædís Rún Heiðarsdóttir klæðist heimatreyju Íslands. Ljósmynd/KSÍ

Bláa heimatreyjan er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Ljósgráa útitreyjan með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands.

Fyrsti leikur landsliðanna í nýju treyjunni verður á Kópavogsvelli þann 5. apríl þegar kvennalandsliðið tekur á móti Póllandi í undankeppni EM 2025.

Hákon Arnar Haraldsson klæðist útitreyju Íslands.
Hákon Arnar Haraldsson klæðist útitreyju Íslands. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert