Mikilvægur sigur hjá Aroni og félögum

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. AFP

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff unnu í kvöld ákaflega mikilvægan sigur í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar þeir lögðu Brighton á útivelli.

Nathanie Mendez-Laing skoraði fyrra mark Cardiff á 22. mínútu og Sean Morrison skoraði það síðara á 50. mínútu. Aron Einar var í byrjunarliði Cardiff en var skipt af velli á 55. mínútu. Fram að því hafði hann spilað vel en einhver meiðsli hljóta að hafa verið að angra landsliðsfyrirliðann.

Cardiff er áfram í fallsæti. Liðið er í þriðja neðsta sæti en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Brighton sem er í frjálsu falli þessa dagana. Næsti leikur Cardiff er á heimavelli gegn toppliði Liverpool á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert