Man. City kvartar formlega yfir Oliver

Leikmenn Manchester City voru pirraðir út í Michael Oliver á …
Leikmenn Manchester City voru pirraðir út í Michael Oliver á sunnudag. AFP

Manchester City hefur sent enska knattspyrnusambandinu formlega kvörtun yfir frammistöðu Michael Oliver í leik liðsins við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn var.

Leikmenn og þjálfarar City voru afar ósáttir við Oliver í leiknum og var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðins, æfur vegna tveggja atvika er hann vildi vítaspyrnur, en Oliver dæmdi ekki neitt. 

Voru City-menn sérstaklega ósáttir við að fá ekki víti snemma leiks en Fabinho skoraði fyrir Liverpool strax í kjölfarið. Mike Riley er yfirmaður dómara á Englandi, en hann var dómari í deildinni um áraraðir. Tekur hann við kvörtunum af þessu tagi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert