Talar um sjálfan sig í hverju einasta viðtali (myndskeið)

Bjarni Þór Viðarsson og Freyr Alexandersson voru gestir í Vellinum með Tómasi Þór Þórðarsyni á Símanum sport í gærkvöld. Töluðu þeir um José Mourinho, en Tottenham hefur spilað miklu betur eftir að hann tók við af Mauricio Pochettino. 

„Hann er góður að tala við menn. Hann gefur þeim meira sjálfstraust, lætur þá trúa á hlutina og lætur þá gera réttu hlutina. Þeir eru komnir í Evrópubaráttu og líta miklu betur út,“ sagði Bjarni um Portúgalann.

„Það snýst um hvort það gangi áfram að vera í þessu leikriti. Að vera hinn auðmjúki og að tala ekki um sjálfan sig, en samt talar hann um sjálfan sig í hverju einasta viðtali,“ bætti Freyr Alexandersson við. 

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Jose Mourinho og Serge Aurier í leiknum við Wolves.
Jose Mourinho og Serge Aurier í leiknum við Wolves. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert