Bannar allt bikartal á Anfield

Jordan Henderson hefur verið einn besti leikmaður Liverpool á tímabilinu.
Jordan Henderson hefur verið einn besti leikmaður Liverpool á tímabilinu. AFP

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, tekur fyrir allt bikartal á Anfield og Melwood, æfingasvæði félagsins, en frá þessu greinir Alex Oxlade-Chamberlain, miðjumaður félagsins. Henderson er að glíma við meiðsli þessa dagana en Liverpool er er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar ellefu umferðir eru eftir af tímabilinu.

„Jordan Henderson er leikmaður sem ég lít mikið upp til,“ sagði Oxlade-Chamberlain í samtali við enska fjölmiðla. „Hann lyfti Evrópubikarnum síðasta vor í Madrid og þegar þú horfir á hann lyfta bikarnum á myndböndum í dag sér maður greinilega hvað þetta skipti hann miklu máli. Hann hagar sér samt ekki eins og hann sé Evrópumeistari.“

„Ef einhver svo gott sem nefnir það að við gætum unnið deildina næsta vor er hann mættur til þess að rífa menn aftur niður á jörðina og segja þeim að loka á sér munninum. Hann ræðir þetta aldrei sjálfur og hugsar ekki um Englandsmeistaratitilinn. Hann tekur bara einn leik fyrir í einu og passar að menn séu alltaf á tánum,“ bætti Oxlade-Chamberlain við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert