United nýtir sér ekki ríkisaðstoðina

Um 900 manns starfar hjá Manchester United, auk leikmanna og …
Um 900 manns starfar hjá Manchester United, auk leikmanna og þjálfara. AFP

Manchester United mun ekki nýta sér ríkisaðstoð breskra stjórnvalda til greiðslu 80 prósenta af launum starfsfólks félagsins, annars en leikmanna og þjálfara, vegna ástandsins á meðan kórónuveiran geisar um Bretlandseyjar.

Ed Woodward framkvæmdastjóri United staðfesti þetta í tölvupósti sem sendur var á alla viðkomandi í dag og sagði þar að félagið myndi áfram greiða öllu sínu starfsfólki rétt eins og vinna í félaginu væri í fullum gangi. Þar er um að ræða um 900 manns sem eru í fullu starfi hjá Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert