Klopp: Origi er goðsögn

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í gær.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í gær. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var skiljanlega kampakátur eftir 1:0-útisigurinn á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær. Varamaðurinn Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

„Hann er frábær náungi og leikmaður. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Klopp eftir leik. Hann hélt svo áfram og kallaði Belgann goðsögn. Origi hefur lagt það í vana sinn að skora mikilvæg mörk fyrir Liverpool, þrátt fyrir takmarkaðan spilatíma. 

„Divock Origi, goðsögnin, kláraði þetta og það er magnað. Hann er ótrúlegur framherji fyrir margar sakir. Hann spilar ekki oft, en vonandi finnur hann stjóra sem notar hann meira en ég geri. Hann klárar færin betur en flestir sem ég hef séð,“ bætti Klopp við í samtali við Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert