Ætlar að bæta metið

Sergio Ramos á æfingu með spænska landsliðinu.
Sergio Ramos á æfingu með spænska landsliðinu. AFP

Sergio Ramos, fyrirliði spænska landsliðsins í knattspyrnu og Real Madrid, er með í sigtinu að bæta leikjametið með spænska landsliðinu en hann leikur í kvöld sinn 150. landsleik þegar Spánverjar og heimsmeistarar Þjóðverja leiða saman hesta sína.

Markvörðurinn Iker Casillas á leikjametið, 167 leiki. Hann er hættur að spila með spænska landsliðinu en Ramos er enn á fullu og fram undan er heimsmeistaramótið í Rússlandi.

„Það yrði sérstök stund fyrir mig. Í þessum leik þar sem allt gerist svo hratt þá gleðjumst við kannski ekki yfir hlutum þegar við ættum að gera það. Ég elska þann enn að vera fulltrúi minnar þjóðar sem er gleðilegasti hluti sem fótboltamaður getur gert.

Þú lítur til baka og sérð hvað þú hefur afrekað og það er frábært en ég er ekkert á leiðinni að hætta. Ég vil halda áfram að vinna í að ná nýjum markmiðum. Vonandi get ég haldið áfram að spila með landsliðinu eitthvað lengur og verða sá leikmaður sem hefur spilað flesta landsleikina fyrir Spán,“ sagði Ramos við fréttamenn í gær.

Ramos, sem er 31 árs gamall, varð heimsmeistari með Spánverjum 2010 og vann Evrópumeistaratitilinn 2008 og 2012. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir 13 árum, þá 18 ára gamall gegn Kínverjum. Hann varð yngsti Spánverjinn til þess að ná 100 leikjum með landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert