Aron Einar í Katar – „Þetta venst vel“

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það var mjög gott að byrja á sigri í fyrsta leik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir fyrsta leik sinn með Al Arabi í Katar, en liðið vann fyrsta deildarleik sinn á tímabilinu 3:1 í dag.

Aron ræddi við heimasíðu uppeldisfélagsins Þórs eftir leik, en hann spilaði síðast með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er dálítill munur á fótboltanum hér og á Englandi, þar sem leikirnir eru miklu opnari en þetta venst vel,“ sagði Aron, en aðstæðurnar í dag voru heldur skrautlegar.

„Það er fyndið að spila í 22 gráðu hita á meðan það eru 38 gráður fyrir utan leikvanginn – loftræstikerfið er greinilega að virka vel!“ sagði Aron Einar við heimasíðu Þórs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert