Kolbeinn varla æft á árinu

Kolbeinn Sigþórsson er að glíma við meiðsli.
Kolbeinn Sigþórsson er að glíma við meiðsli. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur nánast ekkert æft með sænska liðinu AIK á nýju ári vegna veikinda og meiðsla. 

„Hann er ekki að æfa á fullu núna, svo hann verður ekki klár í slaginn,“ sagði Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, í samtali við Fotbollskanalen. AIK mætir Jönköping í sænska bikarnum næstkomandi sunnudag og verður án Kolbeins. 

Framherjinn meiddist undir lok síðasta árs og veiktist síðan í landsliðsferð í Bandaríkjunum í janúar. „Hann hefur ekkert spilað og varla æft. Hann hefur átt erfitt undirbúningstímabil,“ sagði Norling. 

Kolbeinn kom til AIK frá Nantes í Frakklandi á síðasta ári og skoraði þrjú mörk í tólf byrjunarliðsleikjum með liðinu í sænsku deildinni á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert