Fjórða leiknum frestað vegna kórónuveirunnar

Leik Torino og Parma hefur nú einnig verið frestað á …
Leik Torino og Parma hefur nú einnig verið frestað á Ítalíu. AFP

Leik Torino og Parma, sem fara átti fram í dag í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar en þetta var staðfest í dag. Í gærkvöldi greindu forráðamenn ítölsku A-deildarinnar frá því að þremur leikjum, sem fara áttu fram í dag, hefði verið frestað af ótta við veiruna.

Leik Inter Mílanó - Sampdoria, Atalanta - Sassuolo og Verona - Cagliari var öllum frestað, ásamt fjölda leikja í neðri deildum Ítalíu. Það er því ljóst að aðeins tveir leikir munu fara fram í deildinni í dag, leikur Genoa og Lazio sem er nú rétt rúmlega hálfnaður og leikur Roma og Lecce sem hefst klukkan 17 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert