Írar skipta um landsliðsþjálfara

Stephen Kenny ræðir við Rafa Benitez.
Stephen Kenny ræðir við Rafa Benitez. Ljósmynd/Facebook-síða Dundalk

Stephen Kenny hefur tekið við af Mick McCarthy sem landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Samningur McCarthy gildir til 31. júlí og átti hann að stýra Írum á EM í sumar, hefði þjóðin komist þangað. 

Vegna ástandsins í heiminum hafa írska knattspyrnusambandið og McCarthy hins vegar komist að niðurstöðu um að samningnum verði sagt upp. Írar eiga að mæta Slóvakíu í undanúrslitum umspils um sæti á EM og Norður-Írum eða Bosníu í úrslitum. 

Kenny hefur þjálfað í heimalandinu allan þjálfaraferilinn og síðustu ár stýrt U21 landsliði Íra. Þar á undan þjálfaði hann Dundalk, m.a. á móti FH í Evrópudeildinni árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert