Ari Bragi bætti sinn besta árangur

Dóróthea Jóhannesdóttir kemur fyrst í mark í dag.
Dóróthea Jóhannesdóttir kemur fyrst í mark í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, bætti í dag besta árangur sinn í 60 metra hlaupi á meistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni. 

Hann hljóp á 6,92 sekúndum í undanúrslitum og tryggði sér í leiðinni sæti í úrslitunum, sem hann vann með því að hlaupa á 6,94 sekúndum. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð annar og Dagur Andri Einarsson tók bronsið.

Dóróthea Jóhannesdóttir kom fyrst í mark í greininni í kvennaflokki á 7,71 sekúndu. Andrea Torfadóttir varð önnur á 7,73 sekúndum og Arna Stefanía Guðmundsdóttir tók bronsið á 7,83 sekúndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert