Gríðarlegt áfall fyrir landsliðið

Kolbrún Þöll Þorradóttir sleit hásin á dögunum.
Kolbrún Þöll Þorradóttir sleit hásin á dögunum. Ljósmynd/Mummi Lú

Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir er meidd og missir því af Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Lúxemborg og hefst í vikunni.

Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag en Kolbrún Þöll sleit hásin degi áður en íslenska liðið lagði af stað til Lúxemborg.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir íslenska liðið, sem á titil að verja á mótinu í kvennaflokki, en Kolbrún Þöll er fremsta hópfimleikakona landsins.

Hún varð önnur í kjörinu á íþróttamanni ársins á síðasta ári þegar handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var útnefndur íþróttamaður ársins.

Seinasta æfingin fyrir EM fór því miður ekki eins og ég ætlaði mér,“ skrifaði Kolbrún á Instagram.

„Hásinin var ekki alveg með mér í liði og ákvað að gefa sig kvöldið fyrir brottför. 

Hlakka til að sjá stelpurnar mínar blómstra og uppskera í Lúxemborg og styðja við þær á hliðarlínunni,“ bætti Kolbrún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert