Fjórfaldur skolli Valdísar á lokahringnum

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Leyni, spilaði fjórða og síðasta hringinn á taílenska meistaramótinu í gólfi í nótt. Hún lék hringinn á 75 höggum, fjórum yfir pari, og lauk keppni í 54.-58. sæti af 69 keppendum.

Valdís lék sinn besta hring á mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, í gær er hún lék á einu höggi undir pari. Hringurinn í nótt byrjaði hins vegar afleitlega er hún fékk fjórfaldan skolla á fyrstu braut. Hún fékk svo tvo skolla til viðbótar og þrjá fugla.

Heimakonan og áhugakylfingurinn Atthaya Thitikul vann mótið örugglega en hún lék á alls 22 höggum undir pari og sló vallarmet á þriðja hringnum í gær er hún lék á alls 63 höggum, átta undir pari. Thitikul er aðeins 16 ára gömul en var engu að síður að vinna taílenska meistaramótið í annað sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert