Teitur með tilboð frá Kristianstad

Teitur Örn Einarsson.
Teitur Örn Einarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Teitur Örn Einarsson, handknattleiksmaður hjá Selfossi og leikmaður í afrekshópi HSÍ, hefur fengið tilboð frá sænska meistaraliðinu Kristianstad. Þetta staðfestir Jesper Larsson, íþróttastjóri félagsins, í samtali við Kristianstadsbladet í gærkvöldi.

„Hann hefur fengið tilboð frá okkur til að velta fyrir sér,“ segir Larsson meðal annars en Kristianstad leitar að örvhentri skyttu frá og með næstu leiktíð.

Teitur Örn æfði í nokkra daga með Kristianstad fyrir jólin. Kærasta Teits, Andrea Jacobsen, leikmaður Fjölnis og landsliðskona, æfði með kvennaliði Kristianstad á sama tíma en liðið á sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Ekki kemur fram í fréttinni að Andreu bjóðist samningur við liðið.

Teitur Örn er markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar um þessar mundir. Hann hefur skoraði 107 mörk í 14 leikjum Selfoss. Hann náði sér hinsvegar lítt á strik með b-landsliðinu gegn japanska landsliðinu í gærkvöldi í 39:34 sigri Íslands. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert