Er leikurinn ekki á morgun?

Það hefur verið gríðarlega mikil spenna og dramatík í einvígi …
Það hefur verið gríðarlega mikil spenna og dramatík í einvígi Selfoss og Hauka. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting ríki fyrir leik Selfoss og Hauka í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta.

Liðin mætast í fjórða sinn á Selfossi annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 19.30. Selfyssingar eru 2:1 yfir í einvíginu og geta því orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögunni með því að vinna á morgun.

Forsala miða á leikinn var í kvöld og myndaðist löng röð eins og sjá má á Twitter-síðu Selfyssinga. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, mun hafa spurt hvort leikurinn væri ekki örugglega á morgun.

Ef Haukar vinna á morgun mætast liðin í oddaleik á Ásvöllum á föstudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert